Plötusnúðar.is
Fremstu plötusnúðar landsins á einum stað. Mörg bestu partý sem þú hefur verið í – þar höfum við verið líka!
Siggi Hlö
Sigga Hlö þarf ekki að kynna fyrir skemmtanaþyrstum Íslendingum. Hann hefur verið plötusnúður frá því að hann var 12 ára gamall í Seljahverfinu. Á að baki langan feril í útvarpi og sjónvarpi og hefur gríðarlega reynslu sem plötusnúður á skemmtistöðum.
Er í dag með vinsælasta útvarpsþátt landsins á Bylgjunni, Veistu hver ég var? á laugardögum frá kl. 16.00 – 18.30.
DJ Fox
Foxinn byrjaði sem plötusnúður í Réttó og Bústöðum þegar 80´s músíkin var að byrja sigurför sína um heiminn.
Viskubrunnur í músík og alþýðlegur drengur.
Foxinn er fæddur stuðpinni og hefur áralanga reynslu í að halda uppi góðu fjöri við öll tækifæri, sbr. þorrablót, árshátíð, brúðkaup, afmæli, re-union, o.fl.
Poppvélin - Hljómsveit
Diskóball með Poppvélinni.
Poppvélina skipa þau: Örlygur Smári, Valli Sport og Sólveig Ásgeirsdóttir. En þau hafa nú þegar gefið út 4 lög sem öll hafa fengið góða spilun á Bylgjunni og urðu lögin Sumardans og Komdu með með mest spiluðu lögum Bylgjunnar árið 2021. Sveitin var tilnefnd til Hlustendaverðlaunanna fyrir árið 2021. Poppvélin leikur þekkt diskólög í bland við sín eigin lög þar sem markmiðið er að halda dansgólfinu fullu allt kvöldið.
DJ Bragi
Bragi Guðmundsson hefur verið plötusnúður í áratugi og þekkir starfið vel. Kvöldin sem hann hefur staðið vaktina í búrinu eða á sviðinu eru orðin nokkur hundruð og reynslan samkvæmt því. Sérgrein og styrkur Braga er að spila fyrir breiðan aldurshóp og er hann jafnvígur á Donnu Summer og Hr. Hnetusmjör.
Pantaðu plötusnúð sem kann til verka í þína veislu.
Dj Pétur Valmundar
DJ PÉTUR hefur mikið spilað á skemmtistöðum Reykjavíkur og Akureyrar ásamt því að um árabil var hann vinsæll útvarpsmaður á FM957.
Kiddi Bigfoot
Kidda Bigfoot þar vart að kynna sem plötusnúð en hann hefur spilað nær sleitulaust frá 15 ára aldri á skemmtistöðum og er líklega eini eftirlifandi plötusnúðurinn sem spilaði í Glæsibæ. Þrátt fyrir það lítur hann enn jafn vel út. Kiddi hefur verið skemmtanastjóri og plötusnúður á nær öllum vinsælustu skemmtustöðum landsins síðustu 20 ár ásamt því að hafa spilað víða um heim.
DJ Siggi Rún
Siggi Rún er einhver ástsælasti plötusnúður norðurlands enda verið lengi í bransanum og algjör trygging á gott stuð.
Valli Sport
Valli Sport er flestum kunnur fyrir störf sín í útvarpi og sjónvarpi. Valli er gríðalegur stuðbolti og hefur starfað sem plötusnúður í um 20 ár með hléum.
Valli kláraði Réttó árið 1984 með sítt að aftan í hvítum samfesting með herðapúðum og gloss.
Sendu okkur fyrirspurn